Nýmjólk frjósemisvænni en undanrenna 12. mars 2007 18:45 Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Það er hugsanlegt að nýmjólk og óskajógúrt sé betri fyrir konur sem eru að reyna að verða ófrískar heldur en - létt jógúrtin eða fjörmjólkin sem býsna margar konur á barneignaraldri eru þó líklegri til að taka fram yfir fituríkar mjólkurvörur. Árið 2002 reyndi þriðja hver kona undir fertugu hér á landi að grennast. Og það er ekki sniðugt, ef þær eru að reyna að verða ófrískar, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Samkvæmt henni jukust líkur á ófrjósemi um áttatíu og fimm prósent ef konur borðuðu tvo eða fleiri skammta af fitusnauðum mjólkurvörum á dag - miðað við þær sem borðuðu einn á viku eða minna. Á hinn bóginn. Konur sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af fituríkri mjólkurvöru á viku drógu úr líkum á egglostengdri ófrjósemi um 27 prósent. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir segir þetta athyglisverðar niðurstöður. Þær þurfi hins vegar að rannsaka nánar áður en skorið er úr um áhrifin. Hann vill ekki ráða konum sem vilja verða óléttar frá því að borða mikið af fituskertum mjólkurvörum. "Nei, ég held ég myndi ekki geta ráðlagt fólki neitt um mjólkurvörur út frá þessari rannsókn. Ég myndi frekar ráðleggja fólki að huga að neyslu á sykurríkum vörum og koma sér í kjörþyngd." Guðmundur segir vel þekkt að tíðahringurinn geti truflast - og frjósemi þar með minnkað - hjá konum sem eru mikið yfir eða undir kjörþyngd. Því sé mun vænlegra til getnaðar að forðast sykurríkan mat og sætindi og halda sér í kjörþyngd. Og, síðast en ekki síst - hætta að reykja. Það sé vel rannsakað að reykingar dragi úr frjósemi - líka hjá konum. Fréttir Innlent Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Mikil neysla á fituskertum mjólkurvörum getur aukið líkur á ófrjósemi um allt að áttatíu og fimm prósent, samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Það er hugsanlegt að nýmjólk og óskajógúrt sé betri fyrir konur sem eru að reyna að verða ófrískar heldur en - létt jógúrtin eða fjörmjólkin sem býsna margar konur á barneignaraldri eru þó líklegri til að taka fram yfir fituríkar mjólkurvörur. Árið 2002 reyndi þriðja hver kona undir fertugu hér á landi að grennast. Og það er ekki sniðugt, ef þær eru að reyna að verða ófrískar, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. Samkvæmt henni jukust líkur á ófrjósemi um áttatíu og fimm prósent ef konur borðuðu tvo eða fleiri skammta af fitusnauðum mjólkurvörum á dag - miðað við þær sem borðuðu einn á viku eða minna. Á hinn bóginn. Konur sem borðuðu að minnsta kosti einn skammt af fituríkri mjólkurvöru á viku drógu úr líkum á egglostengdri ófrjósemi um 27 prósent. Guðmundur Arason kvensjúkdómalæknir segir þetta athyglisverðar niðurstöður. Þær þurfi hins vegar að rannsaka nánar áður en skorið er úr um áhrifin. Hann vill ekki ráða konum sem vilja verða óléttar frá því að borða mikið af fituskertum mjólkurvörum. "Nei, ég held ég myndi ekki geta ráðlagt fólki neitt um mjólkurvörur út frá þessari rannsókn. Ég myndi frekar ráðleggja fólki að huga að neyslu á sykurríkum vörum og koma sér í kjörþyngd." Guðmundur segir vel þekkt að tíðahringurinn geti truflast - og frjósemi þar með minnkað - hjá konum sem eru mikið yfir eða undir kjörþyngd. Því sé mun vænlegra til getnaðar að forðast sykurríkan mat og sætindi og halda sér í kjörþyngd. Og, síðast en ekki síst - hætta að reykja. Það sé vel rannsakað að reykingar dragi úr frjósemi - líka hjá konum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira