Erlent

Sjálfsmorðsárás á Internet kaffihúsi

Lögregla rannsakar kaffihúsið.
Lögregla rannsakar kaffihúsið. MYND/AFP

Maður sem var meinaður aðgangur að hryðjuverkasíðu á Internet kaffihúsi í Casablanca í Marokkó sprengdi sjálfan sig í loft upp á staðnum í gærkvöldi. Þrír særðust í sjálfsmorðsárásinni, þar á meðal kaffihúsaeigandinn.

Maðurinn hafði áður farið inn á vefsíður íslamskra öfgamanna á kaffihúsinu, en í gær vildi eigandinn stöðva það.

Ekki er ljóst hvort maðurinn áformaði sprenginguna, eða hvort hún sprakk óvart á meðan deilu mannanna stóð. Félagi mannsins flúði eftir sprenginguna, en lögregla handtók hann síðar.

Ein kenningin er sú að maðurinn hafi verið að reyna að komast inn á vefsíðu íslamskra öfgamanna til að fá fyrirskipanir um hvar hann ætti að sprengja sprengjuna.

Kaffihúsið er í fátækrahverfi þar sem 13 sjálfsmorðssprengjuvargar bjuggu þegar þeir framkvæmdu röð sjálfsmorðsárása árið 2003 og urðu 33 að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×