Erlent

Skildu eftir marijúana fyrir 1,4 milljarða

Marijúana plantan.
Marijúana plantan. MYND/AFP
Farmur af marijúana, að verðmæti allt að 1,4 milljörðum íslenskra króna, fannst í yfirgefnum sendiferðabíl í Kaliforníu. Bifreiðin var ólæst og vélarhlífin heit en enginn var ökumaðurinn.

Lögreglumaður sem að var að athuga hvað væri í gangi með ökutækið fann síðan marijúanað aftan í bílnum. Talsmaður lögreglunnar sagði síðan að það væri enginn grunaður og engar vísbendingar í málinu.

„Einhver verður í virkilegum vandræðum fyrir að hafa farið og skilið svona mikið magn eftir við hraðbrautina." sagði lögreglumaðurinn Telfinues Preszler yngri. „Ég er bara ánægður að það var ekki ég."

Lögregluna grunar að vélin hafi ofhitnað og að þess vegna hafi ökumaðurinn yfirgefið bílinn. Eiturlyfin hafa nú verið tekin í gæslu lögreglunnar í San Bernadino sýslu og verða þau síðan eyðilögð. Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum er marijúana ræktað fyrir alls 35 milljarða dollara, eða um 2,4 billjónir íslenskra króna, ár hvert sem gerir það að söluhæstu landbúnaðarvöru Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×