Innlent

Ströng stefna gagnvart innflytjendum

Íslendingar hafa ströngustu innflytjendastefnu í lýðfrjálsum heimi. Þetta fullyrðir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði sem segir tómt mál að tala um að takmarka flæðið frá Evrópu til landsins á grundvelli undantekninga frá EES samningi.

Um þetta var tekist í Silfri Egils í dag en þar kom fram að nú væru teldust 6% landsmanna innflytjendur. Vildi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, stemma stigu við innflutningnum á grundvelli sérstöðu íslands. Taldi Eiríkur að það væri ekki gerlegt enda brot á EES samningnum. Sagði hann að innflytjendastefnan á íslandi væri afar ströng - sú strangasta í lýðfrjálsum heimi samkvæmt samanburðarrannsóknum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×