Innlent

Bush fer til Kólumbíu

Bush við komuna til Kólumbíu í dag.
Bush við komuna til Kólumbíu í dag. MYND/AFP

Þúsundir lögreglumanna og hermanna fylltu götur Bogota í Kólumbíu áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom þangað í dag. Heimsókn hans er sú síðasta í röð heimsókna til landa í Suður-Ameríku áður en hann snýr heim á leið.

Skiptar skoðanir eru um heimsókn hans til Kólumbíu. Sumir fagna henni og segja Bush geta fært frið og góðvild til landsins. Aðrir mótmæla hörkulega. Enn sem stendur eru mótmælin friðsamleg en óeirðalögreglan er tilbúin með táragas og vatnsfallbyssur ef eitthvað bregður út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×