Körfubolti

Ron Artest: Ég hef brugðist

Ron Artest hefur einstakt lag á því að koma sér í vandræði.
Ron Artest hefur einstakt lag á því að koma sér í vandræði. MYND/Getty

Fimm dögum eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi hefur Ron Artest, leikmaður Sacramento í NBA-deildinni, beðist afsökunar á framferði sínu. Artest segist hafa brugðist hlutverki sínu, bæði sem eiginmaður og leikmaður Sacramento, og biður um fyrirgefningu.

Sacramento hefur ákveðið að taka afsökunarbeiðni Artest og taka hann úr því leikbanni sem hann var settur í eftir handtökuna. Artest kom fram opinberlega í gær og barðist við tárin þegar hann gerði grein fyrir gjörðum sínum.

"Fyrst af öllu vill ég biðja eiginkonu mína, fjölskyldu, NBA og öllum öðrum afsökunar. Ég missteig mig illilega, sem faðir og eiginmaður, og ég hlakka til þess dags þegar ég fæ að breyta rétt. Mér þykir miður að ég hafi enn einu sinni komist í fréttirnar fyrir eitthvað allt annað en að spila körfubolta," sagði Artest, en hann tók sér reglulega hlé á ræðu sinni til að þverra tárin.

Aðspurður sagðist hann ekki eiga von á því að atburðir síðustu daga muni hafa áhrif á leik sinn. "Ég er sami leikmaðurinn og ég var. Körfubolti er ekki erfiður. Það er allt hitt sem er mesta áskorunin," sagði Artest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×