Innlent

Vonast til þess að hleypa vatni á fyrir kvöldið

„Við vonumst til þess að þetta verði komið í lag fyrir kvöldið." sagði Guðmundur Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við Vísi. Loka þurfti fyrir heitt vatn í Árbæjarhverfi í morgun þar sem leki hafði komið að aðalæðinni inn í hverfið.

Dælustöðvar á höfuðborgarsvæðinu höfðu áður dottið út og varavélar tekið við í stutta stund en ekki er talið að það hafi valdið lekanu. Líklegt er að æðin hafi verið biluð fyrir. Sem stendur er búið að grafa hana upp og viðgerðir á henni standa yfir.

Mikið yfirálag varð á háspennukerfinu í nótt svo að dælustöðvar á höfuðborgarsvæðinu duttu út og varavélar á mörgum stöðum fóru í gang. Ekki er vitað fyrir vissu hvað olli þessu en rafmagnið komst fljótt í samt lag aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×