Innlent

Var ekki misnotaður

Páll Pétursson formaður Lyfjaverðsnefndar þvertekur fyrir að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig til að koma í veg fyrir samkeppni eins og fyrirtækið Portfarma heldur fram.Málið hefur verið kært til Samkeppniseftirlitsins en talsmenn Portfarma segja Pál hafa viðurkennt mistökin í vitna viðurvist. Páll segist ekki kunna að meta þessi sannleiksvitni frá Portfarma, en þeir fari ekki með rangt mál heldur ýki.

Páll krafðist þess í janúar að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Portfarma segir að Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×