Innlent

Vinstri grænir stærri en Samfylking

Fylgi Samfylkingar mælist eingöngu 19,2 prósent í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Flokkurinn fengi því tólf þingmenn, en er með tuttugu þingmenn nú. Vinstri grænir mælast með 25,7 prósent og fengju sautján þingmenn en þeir hafa einungis fimm þingmenn nú.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 38,9 prósent og fengi því tuttugu og fimm þingmenn kjörna. 9,3 prósent segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn sem fengi sex þingmenn. 5,7 prósent styðja Frjáslynda flokkinn sem fengi þrjá þingmenn. Sveiflan frá Samfylkingu til vinstri grænna er með sama blæ og sýndi sig í nýrri Capacent könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist hinsvegar mun sterkari í þessari könnun. Það dugar þó ekki til að ríkisstjórnarflokkarnir haldi meirihluta sínum væru þetta úrslit kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×