Sport

Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi

Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana.

Eftir þá ferð hét Björn því að ferðast ekki frekar með klárinn og var þetta því síðasta ferð hans burtu úr héraðinu. Eftir þetta kom Hrímnir einu sinni fram opinberlga en það var á Landsmóti á Vindheimamelum árið 2002, þá var hann heiðraður af unnendum íslenska hestsins, Björn ákvað þá að hann kæmi ekki oftar fram.

Að sög Björns er Hrímnir vel á sig kominn 32 verta, hefur hann það hluvek í dag að vera með folöldunum sem eru í uppvexti á Varmalæk og segir Björn kíminn að hann voni að þau taki hann eitthvað til fyrirmyndar með karakter, höfuðburð og fótaburð.

Í sumar sem leið var hann í túnfætinum heima ásamt Kilju frá Varmalæk og tveimur folöldum sem gengu undir henni. Björn segir Hrímnir fá að lifa svo lengi sem heilsa hans er góð. Hrímnir er góður uppalandi, leikur sér við ungviðin og virðist una sér vel. Björn vildi að fram kæmi að hann er afar þakklátur fyrir þann heiður sem honum og Hrímni hefur verið sýndur í gengum tíðina.

Hrímnir hefur verið óumdeilanlega mesti og fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi og verið heiðraður sem slíkur.

HORFA Á SÝNINGU

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×