Innlent

Gengi DeCode hækkar

Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkuðu um tíu prósent á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum fyrir helgi, eftir að greiningaraðili uppfærði bréfin vegna væntinga um jákvæðar fréttir af fyrirtækinu á næstunni. Hlutabréfin hækkuðu um 35 sent á hlut, eða um 10 prósent.

Greiningarfyrirtækið Lehman Brothers hækkaði hlutabréf í DeCode úr undirvikt í jafnvikt og telur að viðsnúningur kunni að verða á næstunni hjá fyrirtækinu. Þar er aðallega horft til væntanlegs árangurs fyrirtækisins í þróun lyfs gegn blóðtappa, sem greiningarfyrirtækið telur að birtar verði jákvæðar niðurstöður um í byrjun annars ársfjórðungs. Einnig er búist við árangri í þróun lyfs sem vinnur á bólgum í slagæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×