Innlent

Ísfirsk rokkhátíð lengd um einn dag

MYND/Halldór

Ísfirska rokkhátíðin Aldrei fór ég suður hefur verið lengd um einn dag vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum og áhuga hljómsveita á að koma fram á hátíðinni. Fyrirhugað var að hátíðin hæfist á Ísafirði laugardaginn 7. apríl, en nú hafa skipuleggjendur ákveðið að hefja hátíðina degi fyrr, eða föstudaginn 6. apríl.

Skipuleggjendur segja að rokkflóðið sé það svakalegt að allar stíflur hafi brostið og nauðsynlegt að hátíðin nái yfir tvo daga. Gangi áætlanir eftir byrji hátíðin að kvöldi föstudagsins 6. apríl og verði framhaldið um kaffileytið á laugardag og fram eftir nóttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×