Innlent

15 fíkniefnamál í miðbænum í nótt

MYND/Haraldur
Lögreglan í Reykjavík fór í fíkniefnaeftirlit á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur í nótt.Farið var inn á alla skemmtistaði í miðbænum og voru alls 15 mál færð til bókar eftir hana. Öll málin voru vegna fíkniefna sem voru ætluð til neyslu. Fólkið verður ákært fyrir vörslu fíkniefna og má búast við sektum.

Snjókoman í gær varð síðan til þess að sex umferðaróhöpp urðu eftir miðnætti. Lögregla segir að að ökumenn hafi ekki keyrt eftir aðstæðum . Engin slys urðu þó á fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×