Innlent

Hvar snjóar mest hér á land?

Mynd/Getty Images

Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi.

Snjókoma getur að öðru jöfnu orðið meiri þar sem úrkoma er mikil en þar sem hún er lítil. Þannig getur snjór orðið mun meiri í Mýrdal en í Reykjavík, þrátt fyrir að meðalhiti sé hærri á fyrrnefnda staðnum og sjaldnar alhvít jörð. Í byggðum landsins er snjór mestur norðan til á Vestfjörðum, til dæmis við Súgandafjörð, norðan til á Ströndum, svo sem víða í Árneshreppi, utan til á Tröllaskaga, frá Fljótum og austur til Ólafsfjarðar, og utan til við Eyjafjörð austanverðan.

Lestu allt svarið á Vísindavef Háskólans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×