Erlent

Óbeinar auglýsingar takmarkaðar

Viviane Reding sem sér um upplýsinga og fjölmiðlamál í Framkvæmdaráði Evrópusambandsins með Jose Manuel Barroso forseta ráðsins.
Viviane Reding sem sér um upplýsinga og fjölmiðlamál í Framkvæmdaráði Evrópusambandsins með Jose Manuel Barroso forseta ráðsins. MYND/AP

Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu að takmörkun á óbeinum auglýsingum í sjónvarpi. Nýju reglurnar myndu banna óbeinar auglýsingar í öllu barnaefni, fréttum, dægurmálaþáttum og heimildarmyndum í sjónvarpi.

Tillaga ráðsins var lögð fram í dag og leggur auk þess til að auglýsingatímar verði takmarkaðir við 12 mínútur á klukkutíma og að ekki megi gera auglýsingahlé oftar en á hálftíma fresti á kvikmyndum, barnaefni, dægurmálaþáttum og fréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×