Erlent

Afi gripinn

Sjö ára telpa olli nokkru uppnámi þegar hún hringdi í neyðarlínuna í bænum Burnett í Wisconsin. Sá starfsmaður neyðarlínunnar sem svaraði, skildi ekki alveg strax af hverju sú stutta hafði hringt, svo hún bara sleppti símanum. Neyðarlínan gat rakið símanúmerið og lögreglubílar voru sendar á staðinn með vælandi sírenur.

Amma telpunnar kom til dyra og útskýrði fyrir laganna vörðum að búið væri að kenna henni að hringja í neyðarlínuna, til þess að hún gæti leitað sér aðstoðar ef eitthvað ófyrirsjáanlegt gerðist. Og af hverju hafði hún hringt núna ? Jú, hana grunaði að afi hefði svindlað á sér í Ólsen Ólsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×