Erlent

Danir vilja eldflaugar

Danir vilja fá tryggingu fyrir því að fá ekki eldflaugar í hausinn.
Danir vilja fá tryggingu fyrir því að fá ekki eldflaugar í hausinn.

Danska ríkisstjórnin vill verða þáttakandi í eldflaugavarnakerfinu sem Bandaríkjamenn hyggjast setja upp í Evrópu. Sören Gade, varnarmálaráðherra hefur margsinnis lýst þessu yfir og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, er sammála.

-Ef er hægt að komast í þá aðstöðu að vera öruggur um að fá ekki eldflaug í hausinn, þá vildi ég gjarnan vera í þeirri aðstöðu, segir Möller. Hann tekur fram að ekki hafi verið leitað til Danmerkur um þáttöku í eldflaugavörnunum. Möller vísar því á bug að eldflaugaskildinum sé beint gegn Rússlandi og Kína.

Bæði Tékkland og Pólland hafa samþykkt að eldflaugakerfi sem komið fyrir á þeirra landsvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×