Innlent

Ísland.is komið á netið

Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina.

Síðastliðið ár hefur hópur manna unnið ötullega að því að setja saman heimasíðu Íslands á íslensku, ensku, pólsku og króatísku - fjórða tungumálið, tælenska, bætist svo við þegar fram líða stundir. Síðunni er ætlað að auðvelda fólki að nálgast upplýsingar um hvaðeina sem viðkemur opinberum stofnunum, og raunar ýmislegt í daglegu lífi líka. Áætli menn til dæmis að stofna fyrirtæki er hægt að fara inn á síðuna og ættu að finna þar nokkuð tæmandi yfirlit um hvað þarf að gera hjá hinu opinbera til að fyrirtækið verði að veruleika. Forsætisráðherra fór fyrstur inn á island.is. Hann segir gáttina eiga eftir að gera mörgum lífið einfaldara þegar þeir þurfa að ná sér í upplýsingar frá hinu opinbera.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×