Innlent

Fundað með samgöngunefnd Alþingis

Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga krefjast þess að framlög ríkisins til samgöngumála á höfuðborgarsvæði verði ríflega tvöfölduð frá því sem áformað er í samgönguáætlun.

Þeir gengu saman á fund samgöngunefndar Alþingis í dag. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir svæðið hafa verið fjársvelt í gegnum tíðina. Vegakerfið anni ekki síaukinni umferð og vegaframkvæmdir sitji á hakanum. Samgönguáætlunin geri ráð fyrir því að sveitarfélögin fái tæpa níu milljarða króna en sveitarfélögin gera kröfu um tuttugu og einn og hálfan milljarð króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×