Innlent

Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar

Siðmennt óskar eftir svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Siðmennt óskar eftir svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. MYND/Stefán Karlsson

Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera.

Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera.

Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu.

Í fréttatilkynningu Siðmenntar kemur fram að starfsemin sé trúarleg, í sumum tilfellum jafnvel hreint trúboð sem rökstutt er með gögnum krikjunnar. Félagið telur slíka starfsemi afar óviðeigandi og líklega lögbrot.

Ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskups í Kompási nýverið viðurkenna mismunun að mati félagsins, en þar sagði biskup þjónustuna fyrir grunnskólabörn sem eru í Þjóðkirkjunni.

Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi og er hvorki á móti trúboði, Vinaleiðinni, trúarbrögðum né trúaruppeldi, en telur Vinaleiðina brjóta á rétti annarra.

Félagið hvetur ráðherra til að svara bréfinu og útskýra hvers kyns starfsemi er leyfð innan veggja opinberra skóla og hvers vegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×