Formúla 1

Ecclestone: Massa verður meistari

Felipe Massa hefur ekið eins og höfðingi hjá Ferrari undanfarið
Felipe Massa hefur ekið eins og höfðingi hjá Ferrari undanfarið AFP

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1.

Ecclestone sagði þetta í samtali við þýska blaðið Bild í vikunni, en hann hefur trú á því að nærvera fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher muni gera gæfumuninn fyrir hinn 25 ára gamla Brasilíumann.

"Ég held að Massa og Ferrari taki titilinn að þessu sinni. Ferrari-liðið virkar gríðarlega sterkt um þessar mundir og Massa hefur ekið vel. Hann mun njóta leiðsagnar Michael Schumacher, sem þegar var orðinn hálfgerður liðsstjóri áður en hann hætti að keyra sjálfur," sagði Ecclestone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×