Erlent

Bandaríkin og Norður-Kórea í sögulegum viðræðum

Madeleine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var á meðal þeirra sem utanríkisráðherra Norður-Kóreu hitti í dag.
Madeleine Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var á meðal þeirra sem utanríkisráðherra Norður-Kóreu hitti í dag. MYND/AFP
Viðræður eru hafnar á milli erindreka Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um að koma á eðlilegum diplómatískum samskiptum á milli ríkjanna tveggja. Fyrsti fundurinn var í dag og er hann sá fyrsti í 50 ár á milli landanna tveggja.

Rætt verður um að koma Norður-Kóreu af lista Sameinuðu þjóðanna yfir ríki sem að styðja hryðjuverk og að aflétta þeim refsiaðgerðum sem Norður-Kórea þarf nú að takast á við.

Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé enn eitt merkið um að samskipti ríkjanna séu að batna en þau hafa ekki átt í sambandi á diplómatísku sviði síðan Bandaríkin leiddu alþjóðlegt herlið gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu á árunum 1950 til 1953. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kallaði Norður-Kóreu hluta af „Öxul hins illa" árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×