Erlent

Enn ekki samkomulag um refsiaðgerðir

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. MYND/AFP

Sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum funduðu í dag um væntanlegar refsiaðgerðir gegn Íran en samkomulag hefur enn ekki náðst. „Málið hefur verið fært til öryggisráðsins" sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, eftir fund með Ban Ki-Moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt fregnum á að herða refsiaðgerðirnar en ekki hefur náðst samkomulag um hversu mikið. Búist er við því að Bretar leggi fram tillögu á næstu dögum en Kínverjar og Rússar hafa átt erfitt með að sætta sig við kröfur Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Þjóðverja. Rússar segjast enn aðhyllast viðræður en þeir eiga hagsmuna að gæta á svæðinu þar sem þeir ætla sér að reisa kjarnorkuver fyrir Írana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×