Innlent

Veður fer versnandi á Holtavörðuheiði

Frá Holtavörðuheiði. Myndin er úr myndasafni.
Frá Holtavörðuheiði. Myndin er úr myndasafni. MYND/Gunnar

Veður og færð fer versnandi á Holtavörðuheiði og eru ökumenn lítilla bíla beðnir að leggja ekki á heiðina fyrir nóttina. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur er lokaður og einnig er varað við snjóflóðahættu á veginum um Óshlíð. Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að aðstoða mann sem hafði fest sig á Steingrímsfjarðarheiði en Vegagerðin hafði varað fólk við að ferðast þar um þar sem þjónustu var hætt klukkan átta í kvöld.

Vegurinn frá Súðavík inn í Ögur í Ísafjarðardjúpi er ófær vegna snjóflóða og ekki verður mokað vegna sjónflóðahættu fyrr en í fyrramálið.

Varað er við óveðri í sunnanverðu Snæfellsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×