Innlent

Betra að róa menn niður en handtaka þá

Lögregla ætti ekki að beita menn, sem ganga berserksgang og eru með óráði, valdi heldur reyna að róa þá. Þetta segir danski réttarmeinafræðingurinn Peter Leth í samtali við fréttaskýringaþáttinn Kompás sem er á dagskrá í kvöld. Þar er fjallað um andlát Jóns Helgasonar, í höndum lögreglu, í lok nóvember á síðasta ári.

Peter Leth er réttarmeinarfræðingur við Háskólann í Óðinsvéum og er sérfróður um æsingsóráðsheilkenni eða Excited delirium syndrome. Hann segir að þeir sem þjáist af heilkenninu sturlist, verði skyndilega ofbeldisfullir, erfiðlega gangi að róa þá, þeir brjóti allt og bramli og ef að maður slæst við þá geti þeir skyndilega dáið.

Víða um heim hafa lögregluyfirvöld breytt starfsaðferðum sínum vegna dauðsfalla af völdum æsingsóráðsheilkennis. Peter segir að í öllum skráðum tilfellum þar sem menn hafa látist úr heilkenninu hafi komið til einhvers konar átaka eða menn heftir á einhvern hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×