Innlent

Rök menntamálaráðherra ómarktæk

Ekkert mark er takandi á rökum menntamálaráðherra fyrir því að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd NJC. Þetta segir Arna Schram, formaður félagsins. Hún segir leitt að menntamálaráðherra hafi ákveðið að ljúka fimmtíu ára samstarfi við Blaðamannafélagið með þessum hætti.

Í nýju kynningarefni sem Háskóli Íslands er að dreifa um þessar mundir kemur fram að í stjórn meistaranáms situr Ólafur Þ. Stephensen en menntamálaráðherra tilnefndi hann sem aðalmann í sérfræðinganefnd nordisc jurnalis center, NJC. Blaðamannafélagið hafði áður komið með tillögu um að Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri og Svanborg sigurðardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu yrðu aðal og varamenn í nefndinni. Menntamálaráðherra sniðgekk þær tillögur og rökstuddi með því að ekki væri hægt að hafa háskólamann í nefndinni þar sem til stæði að færa hluta af starfsemi NJC til háskóla á Norðurlöndunum. Með því að skipa háskólamann gæti því orðið um hagsmunaárekstur að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×