Innlent

60 ályktanir Framsóknarmanna

Jón Sigurðsson segir það misskilning að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í garð Sjálfstæðisflokksins.
Jón Sigurðsson segir það misskilning að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í garð Sjálfstæðisflokksins.

Ísland verður áfram á grænu ljósi tækifæranna, sagði varaformaður Framsóknarflokksins í lok flokksþings nú síðdegis. Formaður flokksins segir fráleitt að heilbrigðisráðherra hafi verið með fjandsamlegar hótanir í gær þegar hún gaf í skyn að til stjórnarslita gæti komið vegna auðlindaákvæðis sem framsóknarmenn vilja fá í stjórnarskrá.

 

Um sex hundruð manna flokksþingi Framsóknarmanna lauk á Hótel Sögu nú rétt fyrir fréttir. Um sextíu ályktanir voru samþykktar á þinginu og ráðherra flokksins kynntu þær helstu í þinglok. Formaðurinn sagði þetta metnaðarfullar ályktanir sem lýsi bjartsýni og framfarastefnu en meðal þeirra má nefna vilja flokksins til að minnka tekjutengingar vegna bóta, lækka virðisaukaskatt á lyfjum niður í sjö prósent, eyða kynbundnum launamun, lengja fæðingarorlof úr níu í tólf mánuði, efla almenningssamgöngur og margt fleira.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að stjórnarsamstarfið gæti trosnað verulega ef auðlindaákvæðið kæmist ekki inn í stjórnarskrá. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það misskilning að hún hafi verið með fjandsamlegar hótanir. Siv hafi eingöngu verið að svara spurningum og lýsa áhyggjum af málinu.

Jón segir algera samstöðu um þetta mál innan raða Framsóknarmanna og býst við að vel gangi að útfæra þetta ákvæði í samtarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Aðspurður hvort skilja megi það sem svo að Framsóknarflokkurinn haldi út þetta kjörtímabil, svaraði formaðurinn: "Nú er ég ekki spámaður."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×