Innlent

Ísfirðingar illa sviknir af Marel

Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um 25 manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna.

Marel hefur greitt atvinnulífi Ísafjarðar þungt högg, segir bæjarstjórnin, með ákvörðun um að hætta starfsemi fyrirtækisins á Ísafirði í haust. Þá missa um tuttugu og fimm manns vinnuna. Bæjarfulltrúi Í-listans segir bæjarbúa illa svikna.

Marel tilkynnti í síðustu viku að það hygðist loka starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði þann fyrsta september næstkomandi. Þrjú ár eru síðan Marel keypti ísfirska fyrirtækið Póls hf. og ári síðar voru félögin sameinuð. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti samhljóða í gær tillögu Í-listans, sem er í minnihluta, um atvinnumál þar sem segir meðal annars forráðamenn Marels hafi brugðist vonum og trausti Ísfirðinga. Bent er á að við sameiningu fyrirtækjanna hafi Marel eignast þróunarvinnu og þekkingu sem byggst hafi upp á rúmum þremur áratugum á Ísafirði. Sigurður Pétursson oddviti Í-listans segir fjarri því að það hafi legið fyrir þegar Marel keypti Póls að stöðinni yrði hugsanlega lokað. Þvert á móti hafi menn talað um að starfsemin yrði líklega styrkt og aukin.

Tvær meginstoðir atvinnulífs á Ísafirði eru sjávarútvegur og hátækniiðnaður tengdur honum, segir Sigurður, Marel var annað stærstu fyrirtækjanna í þeim hátækniiðnaði. Þetta sé því gríðarlegt áfall fyrir atvinnulíf staðarins.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×