Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt 1. mars 2007 22:09 Seðlabanki Íslands. MYND/GVA Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira