Innlent

Svifryk beislað með magnesíumklórlausn

Rykbindingarbíll borgarinnar á Sæbraut.
Rykbindingarbíll borgarinnar á Sæbraut. MYND/GVA

Reykjavíkurborg dreyfir nú magnesíumklórlausn um götur borgarinnar í þeim tilgangi að binda svifryk. Rykbindingin hefur gefið góða raun og mælingar sýna að minna er um svifryk eftir notkun efnisins, en áður við svipaðar aðstæður.

Um er að ræða 20 prósent magnesíumklórlausn sem er hættulaus. Efnið er heppilegra til rykbindingar þar sem það bindur vökva betur en natríumklóríð, en efnin tvö eru meðal annars uppistaða sjávarseltu.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að magnesíumklóríð er einnig notað í matvælaiðnaði til að lækka innihald natríum í matvælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×