Innlent

100 kall í strætó gegn svifryksmengun

Svifryksmengun í Reykjavík.
Svifryksmengun í Reykjavík. MYND/GVA

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til við borgarráð í morgun að það samþykkti að óska eftir við Strætó bs. að fargjald verði lækkað í 100 krónur í marsmánuði. Lækkunin væri tilraun til að sporna gegn svifryksmengun í borginni auk þess að kanna hvort það hefði áhrif á notkun almenningssamgangna.

Það urðu borgarfulltrúum Samfylkingarinnar vonbrigði að tillögunni var vísað til umsagnar umhverfisráðs, segir í fréttatilkynningu frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Svifryksmengun er mest í borginni í marsmánuði samkvæmt mælingum. Einu raunhæfu leiðirnar til að draga úr mengunni er að hvetja borgarana til að fækka ferðum á einkabílum, sér í lagi negldum einkabílum, og nýta sér aðra samgöngumáta.

Þá benda borgarfulltrúarnir á að með því að rúna gjaldið af auðveldi það fólki notkun vagnanna.

Mið var tekið af lægsta fargjaldi sem er rúmlega 90 krónur og vonast fulltrúarnir til þess að stjórn Strætós bs. samþykki það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×