Erlent

Bandaríkin og Norður Kórea funda

Embættismenn suður-og norður Kóreu funduðu í Pyongyang í dag. Þetta var fyrsti fundur aðilanna í sjö mánuði.
Embættismenn suður-og norður Kóreu funduðu í Pyongyang í dag. Þetta var fyrsti fundur aðilanna í sjö mánuði. MYND/AP

Norður Kóreumenn munu funda með Bandaríkjamönnum í New york 5.-6. mars og ræða hvernig hægt er að koma samskiptum landanna í eðlilegt horf. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna er ekki búist við byltingu í samskiptum landanna eftir þennan fyrsta fund. Sean McCormack talsmaður ráðuneytisins sagði: "Enginn mun veifa skjali um samkomulag eftir fundinn í næstu viku."

Í dag funduðu Norður Kóreumenn í höfuðborg landsins Pyongyang með embættismönnum frá Suður Kóreu. Efnahagsástand er afar veikt í landinu. Unnið var að áætlun um aðstoð við Pyongyang eftir að norðanmenn hétu því að hætta við kjarnorkuvopnaáætlun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×