Erlent

Picasso-málverkum stolið

Pablo Picasso lést á tíræðisaldri árið 1973.
Pablo Picasso lést á tíræðisaldri árið 1973.

Tveimur málverkum eftir Pablo Picasso hefur verið stolið af heimili barnabarns málarans í París. Verðmæti myndanna er rúmlega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. AFP fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu á staðnum en hún vinnur nú að rannsókn málsins.

Málverkin eru af Maya, dóttur málarans, haldandi á dúkku, og hin er af annarri eiginkonu Picasso. Talið er að verkunum hafi verið stolið af heimili barnabarnsins í sjöundahverfi Parísarborgar á mánudagskvöld. Á fréttavef BBC kemur fram að engin ummerki hafi verið um innbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×