Erlent

Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja njósnara

Osama Hassan Mustafa Nasr, einnig þekktur sem Abu Omar sýnir dökkt ör á handlegg þegar hann losnaði úr haldi í Egyptalandi í síðustu viku.
Osama Hassan Mustafa Nasr, einnig þekktur sem Abu Omar sýnir dökkt ör á handlegg þegar hann losnaði úr haldi í Egyptalandi í síðustu viku. MYND/AP

Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja 26 Bandaríkjamenn til Ítalíu vegna réttarhalda um mannrán. Flestir mannanna eru taldir vera útsendarar CIA en þeir eru sakaðir um að ræna múslímaklerki af götu á Ítalíu, fljúga honum til Egyptalands þar sem klerkurinn segir að hann hafi verið pyntaður.

John Bellinger lögmaður hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna átti fund með evrópskum lögfræðiráðgjöfum vegna málsins. Hann sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að ekki hefði enn borist beiðni frá ítölskum yfirvöldum, en mennirnir yrðu ekki framseldir þótt beiðni bærist.

Dómari í Mílanó fyrirskipaði fyrr í mánuðinum að mennirnir skyldu vera við réttarhöldin ásamt ítölskum njósnurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×