Innlent

Kílómetra á eftir tímaáætlun

Búið er að grafa tæpan fimmtung af Héðinsfjarðargöngum, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Verkið er þegar þúsund metrum á eftir tímaáætlun en verktakar vona að þær tafir verði hægt að vinna upp.

Verktakar voru að koma sprengiefni fyrir en alls fara 750 kíló af sprengiefni í hverja sprengingu sem skilar 5 metrum inn í bergið. Siglufjarðarmegin eru menn einnig að sprengja þessa dagana en verkið er nokkuð á eftir áætlun. Vatnsagi hefur strítt verktökum undanfarið en þeir eru þó vissir um að hægt sé að vinna upp tafirnar.

Héðinsfjarðargöng eru dýrasta framkvæmd Vegagerðarinnar, kosta rúma 7 milljarðar og hafa verið umdeild í tali um forgangsröðun. En áhrifin eiga eftir að verða gríðarleg að sögn vegagerðarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×