Innlent

Sveitarfélögum að blæða út

Verst settu sveitarfélögunum er að blæða út vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar, að mati þingmanna Samfylkingarinnar, og vinstri grænir segja að frelsa þurfi landsbyggðarmálin undan Framsóknarflokknum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði hins vegar á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin hefði gripið til fjölþættra aðgerða til að bæta atvinnumál á landsbyggðinni.

Anna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi lýsti ófremdarástandi á mörgum svæðum landsins eftir tólf ára valdaseti núverandi stjórnarflokka á Alþingi í dag. Á þeim tíma hefði orðið einhver mesta byggðaröskun sem átt hefði sér stað á Íslandi.

Sömu sögu væri að segja úr Dölunum, þingeyjasýslum, norður Múlasýslu og á suðausturlandi. Byggðamálaráðherrann Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins sagði ríkisstjórnina hafa mótað byggðaáætlun og vaxtasamningar hefðu verið gerðir fyrir fjölmörg landssvæði.

Tveimur starfsmönnum Símans á Ísafirði hefur verið sagt upp. Ástæðan er verkefnaskortur, en mennirnir voru í sex manna hópi sem sá meðal annars um jarðvegsvinnu. Að sögn upplýsingafulltrúa Símans hefur uppbygging á staðnum verið að dragast saman. Starfsmenn Símans á Ísafirði verða tíu eftir uppsagnir tvímenninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×