Innlent

Valgerður fundar með utanríkisráðherra Suður-Afríku

Valgerður sést hér með Zuma á fundi þeirra í dag.
Valgerður sést hér með Zuma á fundi þeirra í dag. MYND/Utanríkisráðuneytið
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd. Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu einnig yfir áhuga á loftferðasamningi, tvísköttunarsamningi og fjárfestingarsamningi.

Valgerður skýrði jafnframt frá verkefnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands í sunnanverðri Afríku en ÞSSÍ er með umtalsverða starfsemi í Namibíu, sem var hluti Suður-Afríku allt til ársins 1991.

Valgerður þakkaði síðan stjórnvöldum í Suður-Afríku fyrir stuðning þeirra við setu Íslands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Zuma sagði Ísland verðugan fulltrúa í ráðinu þar sem landið hefði ekki víðtækra sérhagsmuna að gæta um heim allan.

Á morgun mun Valgerður eiga fund með borgarstjóra Höfðaborgar og heimsækja þinghúsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×