Innlent

Eskill fær Gullvottun Microsoft

Eskill ehf. hefur hlotið Gullvottun Microsoft eða „Microsoft Gold Certified partner." Vottunin staðfestir að starfsmenn Eskils uppfylla kröfur um þekkingu og færni í notkun á lausnum frá Microsoft. Viðurkenningin er eftirsótt og kemur Eskli í fremstu röð hugbúnaðarfyrirtækja .

Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á íslandi er ánægður með að Eskill sé nú komið í hóp virtustu samstarfsaðila Microsoft í heiminum. Hann væntir mikils af samstarfi fyrirtækjanna.

Hugbúnaðarhúsið Eskill var stofnað árið 1999 og er í eigu Kögunar hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×