Golf

Stenson hafði betur gegn Ogilvy

Svíinn Henrik Stenson sigraði á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem lauk í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Stenson hafði betur gegn Geoff Ogilvy frá Ástralíu í úrslitum, en hann átti titil að verja frá því í fyrra. Stenson fær 100 milljónir króna fyrir sigurinn.

Stenson tók snemma yfirhöndina í einvíginu og Ogilvy þurfti ávallt að vera í eltingaleik. Þegar 1 hola var eftir af þeim 36 sem spilaðar voru hafði Stenson tveggja högga forystu og sigurinn því í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×