Erlent

Skurðlæknar slógust í miðjum uppskurði

Slagsmál hófust í miðri aðgerð á skurðstofu á sjúkrahúsi í Belgrad í Serbíu milli tveggja skurðlækna. Slagsmálin færðust svo út af skurðstofunni og héldu áfram á ganginum. Þetta er haft eftir serbneska dagblaðinu Politika.

Spasoje Radulovic læknir var í miðjum uppskurði þegar kollegi hans Dragan Vukanic kom inn og gerði athugasemd sem varð upphaf slagsmálanna. Deyfingarlæknir á skurðstofunni sagði að Dragan hefði togað í eyra skurlæknisins, slegið hann í framan og labbað fram. Spasoje elti hann.

Marblettir, sprungin vör, lausar tennur og brákaður fingur eru afleiðingar slagsmálanna.

Aðgerðinni á sjúklingnum lauk að lokum, en ekki fer sögum af því á Ananova fréttavefnum hvort Spasoje skurðlæknir hafi sjálfur lokið verkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×