Erlent

Prodi segir af sér

Romano Prodi.
Romano Prodi. MYND/AP

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í kvöld. Hann hefur afhent forseta landsins afsögna sína og ríkisstjórnar sinnar. Ríkisstjórnin beið ósigur í atkvæðagreiðslu um utanríkismál á ítalska þinginu í dag. Deilt var um þátttöku Ítala í stríðinu í Afganistna og hernaðarsamvinnu við Bandaríkjamenn. Búist er við að forsetinn Giorgio Napolitano fundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna um málið. Þeir munu taka ákvörðun um að taka annað hvort afsögninni eða óska eftir að Prodi sitji áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×