Erlent

Árásaráætlun á Íran afhjúpuð

Árás á bandaríska hermenn í Írak sem rakin yrði til Teheran gæti leitt til árásar á íran.
Árás á bandaríska hermenn í Írak sem rakin yrði til Teheran gæti leitt til árásar á íran. MYND/AP
Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt írani til að stöðva áætlunina um auðgun úrans eða þola refsiaðgerðir. Á fréttavef BBC segir fréttaritari stöðvarinnar að það sem gæti fengið Bandaríkjamenn til að ráðast inn í Íran væri staðfestur grunur um kjarnorkuvopnaþróun í landinu. Íranir neita að um slíkt sé að ræða. Féttaritarinn segir enn fremur að árás á bandaríska hermenn í Írak sem ylli dauða margra hermanna og yrði rakin til Teheran, gæti orðið ástæða fyrir árás á Íran. Í útvarpsviðtali á stöðinni líkti einn viðmælandi BBC ástandinu nú við aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar og sagði einn atburð geta komið að stað stríði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×