Innlent

Grunur um losun olíu að næturlagi

Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi.

Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. Stíf austanátt hefur verið á svæðinu sem gæti hafa dreift þeim og borið þá frá landi. Það er því ekki óttast að fleiri fuglar verði fyrir olíumengun.Tveir mengaðir fuglar náðust í fjörunni í Garðinum í morgun.

Ný eftirlitsflugvél sem Gæslen er að festa kaup á verður búin tækjum til eftirlits. Þá mun gæslan geta fylgst með því hvort skip sem eiga leið hjá dæli úrgangsolíu sjóinn að næturþeli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×