"Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun 15. febrúar 2007 16:42 Umferð á Kringlumýrarbraut. Dagur er ekki ánægður með samgönguáætlun. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. "Vegagerð og samgönguráðherra halda leiðarvali enn í uppnámi með því að útiloka ekki 'innri leið' þótt Reykjavíkurborg og aðrir hagsmunaaðilar líti allir á jarðgöng frá Gufunesi í Laugarnes sem fyrsta kost," segir Dagur. Dagur segir einnig að helstu skipulagsáform nýs meirihluta í Reykjavík, mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, séu í uppnámi því þau séu aðeins fjármögnuð að hálfu á fjögurra ára áætlun og tengdar framkvæmdir upp á allt að 10 milljarða sé hvergi að finna í samgönguáætlun. Þá bendir Dagur á að uppbygging hafnarsvæða við Mýrargötu og í Örfirsey sé í óvissu því fyrstu hlutar hverfanna eigi að vera fullbyggðir 2010 en Mýrargötustokkur sé ekki á samgönguáætlun fyrr en 2011 - 2014. Þá sé einungis áætlað fé til undirbúnings Öskjuhlíðarganga undir lok samgönguáætlunar, sem er til 2018, en á sama tíma eigi að ráðast í sex ný jarðgöng annars staðar. Dagur boðar á heimasíðu sinni að Samfylkingin muni leggja fram fyrirspurn í borgarráði um málið. Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. "Vegagerð og samgönguráðherra halda leiðarvali enn í uppnámi með því að útiloka ekki 'innri leið' þótt Reykjavíkurborg og aðrir hagsmunaaðilar líti allir á jarðgöng frá Gufunesi í Laugarnes sem fyrsta kost," segir Dagur. Dagur segir einnig að helstu skipulagsáform nýs meirihluta í Reykjavík, mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, séu í uppnámi því þau séu aðeins fjármögnuð að hálfu á fjögurra ára áætlun og tengdar framkvæmdir upp á allt að 10 milljarða sé hvergi að finna í samgönguáætlun. Þá bendir Dagur á að uppbygging hafnarsvæða við Mýrargötu og í Örfirsey sé í óvissu því fyrstu hlutar hverfanna eigi að vera fullbyggðir 2010 en Mýrargötustokkur sé ekki á samgönguáætlun fyrr en 2011 - 2014. Þá sé einungis áætlað fé til undirbúnings Öskjuhlíðarganga undir lok samgönguáætlunar, sem er til 2018, en á sama tíma eigi að ráðast í sex ný jarðgöng annars staðar. Dagur boðar á heimasíðu sinni að Samfylkingin muni leggja fram fyrirspurn í borgarráði um málið.
Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira