Alonso segir bílinn ekki tilbúinn 9. febrúar 2007 15:32 Fernando Alonso er ekki nógu ánægður með McLaren bílinn. MYND/Getty Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira