Tónlist

Útgáfutónleikar Ólafs Arnalds

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds heldur útgáfutónleika mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Verða tónleikarnir haldnir í Von, sal SÁÁ við Efstaleiti 7. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og kostar aðeins kr. 500 inn.

Ólafur Arnalds er ungur tónsmiður sem semur samtíma klassíska tónlist. Tónlistin er ekki hefðbundin klassísk tónlist heldur talin minna meira á nútíma indie tónlist.

Ólafur, sem er tvítugur að aldri, gerði nýlega samning við þýska útgáfufyrirtækið Progression Records og er fyrsta platan hans að koma út þessa dagana. 12 Tónar sjá um dreifingu plötunnar á íslandi.

Heimasíða Ólafs Arnalds






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.