Tónlist

Diddú og rússneski Terem kvartettinn í Salnum

Terem kvartettinn
Terem kvartettinn

Rússnesku snillinarnir í Terem kvartettnum munu leika á TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs, fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi. Þeir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og eru þegar orðnir átrúnaðargoð í heimalandi sínu. Terem kvartettinn hefur leikið með listamönnum á borð við Rostroprovitz, Nigel Kennedy, Peter Gabriel, Bobby McFerrin og Led Zeppelin svo nokkrir séu nefndir.

Kvartettinn hefur unnið til fjölda viðurkenninga, fengið persónulega blessun páfa og móður Theresu. Að auki hefur Terem hlotið nafnbótina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum.

 

Diddú er heiðursgestur tónleikanna

Terem kvartettinn hefur boðið Diddú að vera sérstakur heiðurgestur þannig að búast má við einstökum atburði.

Verða tónleikarnir fluttir í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan 20:00. Miðaverð er kr. 2.000 en aðeins eru örfá sæti laus.

Miðasala er opin milli klukkan 10:00 og 16:00 virka daga en netsala er opin allan sólarhringinn.

Salurinn, tónleikahús Kópavogs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.