3 milljónir króna í miskabætur raunhæfar 7. febrúar 2007 19:11 Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira