Innlent

Núverandi gengisástand óviðunandi

Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs.
Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs. MYND/GVA

Viðskiptaþing var sett á Hótel Nordica í dag. Formaður Viðskiptaráðs Erlendur Hjaltason sem einnig er forstjóri Exista sagði í setningarræðu að ekki yrði unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði lausnirnar þó ekki vera augljósar; "Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni."

Erlendur sagði að upptaka evru þyrfti helst að fara fram samhliða inngöngu í ESB, en hún yrði að ýmsu leiti afturför enda byggi Ísland við meira viðskiptafrelsi og betra skattkerfi en víðast hvar í ESB. Þá sagði hann einhliða upptöku erlends gjaldmiðils ekki hafa gefist vel þar sem það hefur verið reynt. Stöðugleiki í gengismálum yrði íslenskum fyrirtækjum kærkominn, en alls óvíst að innganga í Evrópusambandið yrði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×