Innlent

Stefnumótun í lýðheilsu

Siv Friðleifsdóttir segir eftir miklu að sækjast og þess virði að leggja vaxandi áherslu á forvarnir og heilsueflingu.
Siv Friðleifsdóttir segir eftir miklu að sækjast og þess virði að leggja vaxandi áherslu á forvarnir og heilsueflingu.

Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í vor en þau verða veitt í viðurkenningaskyni vegna framlags stofnana, félagasamtaka eða fyrirtækja til góðrar heilsu landsmanna.

Verðlaunin eru hluti af stefnu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn - með samtakamætti landsmanna.

Markmiðið er að lýðheilsu verði gætt í ríkara mæli við stefnumótun og ákvarðanatöku í samfélaginu.

Stefnumótunin byggir á heilbrigðisáætlun til ársins 2010 og ítarlegri aðgerðaráætlun Lýðheilsustofnunar á þessu sviði og er gert ráð fyrir 50-60 milljónum króna á þessu ári til málefnisins.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði að óheilsusamlegt lífeyrni væri í sumu tilvikum orsök að ógnum sem steðjuðu að heilsufari landsmanna. Hún sagði: "Með bættum lífsstíl má bæði koma í veg fyrir sjúkdóma og auka lífsgæði."

Stefnumótunin nær til átta meginsviða; skiplagi forvarna, heilsuvernd og bættri heilsu, hreyfingu, geðheilbrigði, aðgerðum gegn átröskun og ofþyngd, hollu mataræði, vímuefnavörnum og tannheilsu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×